Alveg eru þetta hryllilegar fréttir frá Madrid. A.m.k 173 látnir þegar þetta er skrifað og 600 særðir. Ég er búinn að vera hálf miður mín í dag eftir að ég las fréttina.
Hvað þarf eiginlega að gerast í þessum heimi til að koma í veg fyrir svona óhugnað.
Ég bið alla sem þetta lesa að kveikja á kerti til minningar um þá sem eiga um sárt að binda.

Við höfum það svo gott hérna á Íslandi og þess vegna er grátlegt að horfa upp á fólk eyða ævi sinni í að vinna eins og skepnur alla daga allar helgar og ná ekki neinum tengslum við fjölskyldur sínar. Við Íslendingar erum svo mikið í veraldarkapphlaupinu að það er að fjölga manneskjum sem sjá ekki fegurðina í litlu hlutunum.

Hvað er meira virði en að fá bros frá barninu sínu eða faðmlag frá sínum heittelskaða. Þetta fæst ekki fyrir peninga.

Ég er búinn að vinna mjög mikið síðan í ágúst í fyrra og kem til með að gera það fram á sumar en þetta er í síðasta skiptið sem ég læt þetta gerast. Börnin mín vaxa svo hratt og það er svo mikið að gerast hjá þeim á hverjum degi. Sem betur fer hef ég eiginlega alltaf verið heima um helgar.

Lærum að meta það sem við höfum, grátum ei yfir því sem við höfum ekki.

Pínu væminn í dag en það er allt í lagi. Eins og einhver sagði: Það væri nú meir eymdin ef allir væru síbrosandi...

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur